Arsenal

"Van Persie kom Arsenal til bjargar", þessi setning er ekki alveg rétt, þetta jafntefli jafngildir í rauninni tapi.  Í staðinn fyrir að Arsenal tapaði bara þá tapaði bara bæði liðin.

Ég er orðin alveg svakalega þreyttur á liðinu í ár, ég er hættur að bölva og vera fúll þegar illa gengur.  Núna verð ég bara alltaf meira og meira þunglyndur.

Ég þoli ekki Eboue, Song og Diaby á miðjunni.  Ég þoli ekki að við sem eitt af liðunum sem eigum að vera í topp fjórum höfum ekki betri markvörð en Almunia.  Ég þoli ekki hvað Adebayor er lélegur.  Ég þoli einnig ekki hvað okkur vantar almennilegan fyriliða og samhæfingu í vörnina.  

Þessi leikur í kvöld var leiðinlegur og það er orðið alltof algengt þessa dagana.  Á síðasta ári þá voru tvö lið sem skemmtilegt var að horfa á, MU og Arsenal, núna er því miður bara eitt og það er ekki Arsenal.  MU munu taka titilinn í ár og eru þar með búnir að ná Liverpool í deildarbikurum.  Ég vona bara að Wenger kaupi Arshavin og einn varnasinnaðan mann áður en janúarglugginn lokar og síðan tökum við Meistaradeildina.

 Kveðja,

Stefán A. 


mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðnæturdómarar

Dagana áður en John Adams, annar forseti Bandaríkjana, kláraði sitt kjörtímabil og Thomas Jefferson tók við þá tilnefndi John Adams, í krafti nýrra laga, fjölmargar dómarastöður. 

Þetta var harðlega gagnrýnt á þeim tíma og er þetta fræga atvik oft nefnt þegar svona síðustu ákvarðanir fráfarandi ráðamanna eru eitthvað umdeildar.

Eins og á þeim tíma þegar Adams gerði þetta þá lyktar þetta dálítið furðulega en ég held að verknaðurinn sé tiltölulega skaðlítill og ef þetta er virkilega gert í einhversskonar fússi eða vantrausti þá finnst mér það mjög fyndið.

Annars þá hef ég afskaplega littla skoðun á þessu, en fannst samt svona skemmtilegt að blogga aðeins um þetta.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Það var ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niður með Gordon Brown

Ég vona svo hjartanlega að þessar skoðanakannanir sem bentu til mikils fylgis á bak við Gordon Brown hafi verið mjög rangar og að mikil mótmæli í kjölfar versnandi efnahagsástands. 

(Við skulum samt vona að þeir fari ekki alveg sömu leið og við, því árið 2000 þá var Bretland með 5% af heildarverslun heimsins, það væri dálítið slæmt fyrir alla ef það fer á hausinn.)

Með von um fall Gordons Browns mjög flótlega kveðjur til vina okkar í Bretlandi...

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Íslensk mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði: Partur A.

"It has been said that democracy is the worst form of government except all the others that have been tried"  Winston Churchill.

Winston Churchill, einn mesti ræðumaður og snillingur sem ég veit um.  Ég myndi þýða þetta en þá sagði hann það ekki Wink.  

Það er til nokkrar tegundir af lýðræði, allar hafa verið reyndar og sú sem er skást er fulltrúalýðræði.

Fulltrúalýðræði virkar nokkurn veginn svona, þjóð kýs með vissu millibili fulltrúa, ekki of oft en ekki heldur of sjaldan. Þessir fulltrúar kynna sér málefnin og út frá því hvað er best fyrir þjóðina bæði til styttri og lengri tíma, þá ákveða þeir hvað eigi að gera.

Aðrar tegundir lýðræðis eru til dæmis, beint lýðræði, þar sem þjóðin kýs um öll málefni.  Takmörkuð lýðræði eins og lýðræðisleg prinsríki, þar sem fulltrúar eru kosnir af þjóðinni en síðasta ákvörðunartakan er hjá prinsinum(Mörg asíuríki).  Þingræði þar sem þingmenn sitja ævilangt og þurfa bara að fæða og skemmta þjóðinni (Róm to Forna og hugsanleg einhver önnurSmile)  

En í vestrænu lýðræðisríki þá er það beint lýðræði og fulltrúalýðræði sem er notað.

Framhald síðar.

Kveðja,

Stefán A.


Máttur orðsins

Mér finnst skrítið að lesa eina bloggfærslu um þessa frétt þar sem gert er lítið úr mátti orðsins

Í fyrst lagi er þessi einstaklingur að blogga og er þar með að viðurkenna mátt orðsins. 

Í öðru lagi þá geta allir þeir sem hafa lent fyrir einelti og einhversskonar aðkasti að þau orð sem fólk notar geta haft mikið verri áhrif heldur en steinar og hnefar.  

Í þriðja lagi þá er Hörður á Austurvelli haldandi ræður til að mótmæla friðsamlega með hinu talandi orði og er að biðja fólk um að hlusta og taka sig alvarlega, ættu menn þá semsagt að vita hvaða orð á að taka alvarlega og hvaða orð ekki.

Mér finnst þetta vera gott hjá Herði og veldur því einmitt að fólk taki hans Orð einmitt meira alvarlegra.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bækur

Ég er mikill áhugamaður um bækur, finnst gaman að eiga þær, lesa þær og glugga í þeim.  Núna er komin fínn þáttur með honum Agli Helgasyni á Ríkissjónvarpið, Kiljan, ég horfi að vísu ekki oft á hann, finnst gestirnir ekki alltaf skemmtilegir. 

En það er gaman heyra um nýjar bækur og nýja höfunda. Mér þætti skemmtilegt ef það væri einhversskonar umfjöllun um bækur hér á MBL, þannig að ég gæti bloggað um þær, en það er nú eflaust ekki mikill markaður fyrir þannig hluti á vefsíðum eins og þessum og kreppa í gangi í þokkabót.

En það er samt gaman að láta sig dreyma, þó svo að þetta sé ekki merkilegur draumur, þá væri samt skemmtilegt að geta bloggað um eitthvað annað en uppþot og læti.

 Kveðja,

Stefán A.


Bara ágætur pólitíkus, svona stundum allavega.

Ég er flokksbundinn maður, það mun ef til vill breytast einhvern tímann en er það samt núna.  Ég er ekki flokksbundinn Samfylkingunni, en myndi samt kjósa hana ef ég kysi ekki flokkinn minn. 

Ég hef oft hlustað á Össur tala og er ótrúlega oft sammála honum.  Ég tel það ekki vera rétt að valda stjórnarkreppu, en það má samt spyrja sig hvort að það sé ekki einhver stjórnarkreppa í gangi.

Ég veit ekki hvort að kosningar séu rétta svarið, ég veit heldur ekki hvort að það sé í alvörunni verið að gera eitthvað til að hjálpa þeim sem er bágt staddir.

Ég bara veit ekki svo margt sem er í alvörunni að gerast á bak við tjöldin.  Það er alltaf spurning líka hvað verður að vera á bak við tjöldin og hvað má opinbera og hver það er sem ræður því.

Ég veit aftur á móti eitt að það þarf að gera heilmikið og það þarf að gera það fljótlega, en það má heldur ekki gera það of hratt.  Þetta er það mikilvægt fyrir núverandi og verðandi kynslóðir að það verður að gera það rétt.

Ég held að það megi svipta vissar stofnanir sínum ráðamönnum, ég er aftur á móti ekki viss með kosningar og gildi þeirra.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar

Fjölmiðlar og starfsmenn þeirra á Íslandi, eins og annarsstaðar, bera mikla ábyrgð.  Skoðanir okkar eru að miklu leyti grundvallaðar á þeim upplýsingum sem við fáum í fjölmiðlum.

Ísland er rólegt og friðsamlegt land, þar sem glæpir eru ekki margir og stórir atburðir sjaldgæfir, enda þegar þeir gerast, eins og t.d. jarðskjálftinn við Hveragerði og Selfoss, þá var nákvæmlega ekkert annað í fréttatímunum, ja nema veðrið.

Þess vegna fer fréttamennskan á Ísland oft alveg rosalega í taugarnar á manni.  Það er mjög sjaldan sem fylgt er eftir frétt, maður fær mjög sjaldan báðar hliðarnar á málunum.  Manni finnst það vera mjög algengt að fréttaskot eru einfaldlega skoðanapistlar fréttamanna sjálfa.

Það er bara einfaldlega ekki nógu mikið að gerast á Íslandi til að réttlæta svona fréttamennsku.  Eflaust er spilling og þrýstingur þarna, en ég held oft að það vanti hefð, vilja og kunnáttu til að gera betur.

Kveðja,

Stefán A.

 


Stoltur Íslendingur/Íslendingur í skömm

Það er mjög skrítin frétt sem veldur því að maður getur bæði fyllst stolti og skömm yfir.  Ég sá bæði hvernig friðsamlegar lýðræðisaðgerðir, mótmæli og grasrótarfundir stjórnmálaflokka, geta haft mikil áhrif á ríkjandi völd.  Einnig mótmælendur sem verja lögregluna gegn ofbeldi og standa áfram samt án þess að gefast upp. 

Síðan sá ég brotnar rúður og eyðileggingu á fallegum og fornum byggingum í almenningseigu, og krakkaskríl og vitleysinga ráðast á lögreglu og þá sem vilja ekki ofbeldi. 

Mér fannst það dálítið táknrænt fyrir löggjöfina um að færa sölu áfengis í verslanir að flestir af ofbeldishneigðu mótmælendunum voru að sötra áfengi.  Jájá þetta er tíminn til að gera aðgang að áfengi auðveldari.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguleg stund í sögu Íslands

Í þriðja sinn í sögu Íslands lendir fólki saman við lögreglu í alvöru baráttu.  Fyrst var það Gúttóslagurinn, 1932, síðan var það mótmælin 1949 gegn inngöngu í Nato, nú er það buddan sem er tóm og fólkið reitt og vill ná þeim sem stálu peningunum. 

Þó svo af þeim myndum sem ég hef sé þá er stór hluti þeirra sem efla þarna til ofbeldis, vandræðagemlingar sem eru ekki þarna af neinni hugsjón annarri en að vera með í ofbeldi og eyðileggingu.  Til þeirra segji ég bara eitt, drullið ykkur heim og skammist ykkar. 

Til þeirra sem virkilega hafa þjáðst eða gera þetta af virkilegri hugsjón og sannfæringu, reynið að skemma sem minnst af almenningseign, og ekki vera vond við lögregluna hún er bara að vinna vinnuna sína.  Munið einnig eitt, ofbeldisfullar byltingar hafa alltaf skilið eftir djúp sár og eyðileggingu sem þjóðir jafna sig seint eða aldrei af.

Kveðja

Stefán A.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband