Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

FALLIÐ

Eftir því sem eignir og verðmæti Landsbanka og Kaupþings koma betur í ljós, þá verða ég að velta einu fyrir mér getur verið að sagan hafi endurtekið sig.

Sameinuðust Bláa höndin og Kolkrabbinn aftur eins og í Hafskipsmálinu, var Davíð að ná fram hefndum á óvini sínum BAUGI og var hann að reyna að lagfæra þau mistök sem hann hélt  að hann hefði gert í einkavæðingu bankanna.

Felldi Kolkrabbinn, með hjálp seðlabankastjóra, bankanna.  Þá bæði meðvitað og af slysni vegna utanaðkomandi atburða.

Ég sé þetta einhvern veginn svona fyrir mér;

starfsmaður seðlabanka:  "Glitni vantar lán eða að sameinast Landsbankanum til að lifa þetta af." 

Davíð: Loksins revenge is mine, " nei það þýðir ekki þeir eru og veikir við skulum taka yfir þá sem fyrst"

Atburðir gerast hraðar en Lögfræðingurinn Davíð gat búist við og Landsbankinn tapaði lánalínum sínum.

Davíð: Jæja nú get ég leiðrétt þessa einkavæðingu, ég redda málunum í leiðinni. " Við tökum yfir Landsbankann"

Davíð í viðtali:  Nú sýni ég hvað ég er mikill leiðtogi.   " Við borgum ekki." Ja nema íslenskum útvegsmönnum og öðrum vinum mínum sem eiga bankareikninga hér á Íslandi haha.

Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing eru gjaldþrota og Ísland hugsanlega með.  

Davíð situr við skrifborðið sitt:  Úff, sjá hvað þessir bankavitleysingar eru búnir að koma okkur í, ja gott fyrir íslendinga að þeir hafa mig ennþá.

Kv. Stefán A.


Lögreglan

Ég valdi Innlent á Mbl og leit hratt yfir þær fréttir sem komu þá upp.  Það sem var mjög áberandi var fjöldi frétta sem snéru að glæpahlið samfélags okkar.  Þetta er auðvitað ekkert óeðlilegt, bæði hefur áhugi mannskepnunar á dekkri hlið samfélagsins ávallt verið mikill en þá er einnig mjög mikilvægt að bera fréttir um hættulega hluti til að þeir sem eru tiltölulega saklausi geti forðast þá.

En það er aftur á móti eitt sem þessi fjöldi glæpa sýnir og það er mikilvægi þess að lögregluliðið sé sterkt.  Það verður að leggja áherslu á það að niðurskurður kreppunar bitni á engan hátt á lögreglunni.  Persónulega þá finnst mér þetta vera sú opinbera stofnun sem á ekkert að skera niður.  Skaðinn sem hlýst af fátækri lögreglu getur orðið alveg svaðalegur.

Ég hef kynnst mjög góðri og sanngjarni þjónustu lögreglunar þegar ég þurfti á þeim að halda þegar smávægis utaníkeyrsla varð og ég boðaði þá á staðinn.  Ég hef einnig kynnst því að hringja í þá þegar hópur af erlendum einstaklingum hótuðu vinnustað mínum og sjálfum mér með ofbeldi, en aldrei kom lögreglan.

Ég vil halda það að neikvæða reynslan mín hafi verið vegna þess einmitt að lögreglan er fámennuð og ekki nógu vel búin til að bregðast ávallt við svona neyðarköllum.  

Allavega þá heimta ég vel mannað, vel þjálfað og vel búið lögreglulið.

Kv. Stefán A.

 


mbl.is Ungir menn á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði: Partur B.

Í parti A. fór ég aðeins yfir útgáfur af lýðræði sem komið hafa fram í gegnum sögu mannsins. 

En í þessum hluta mun ég einblína á þær útgáfur lýðræðis sem eru notaðar í vestrænum ríkjum í dag.  Lýðræði í vestrænum þjóðum í dag er blanda af beinu og fulltrúalýðræði með áherslur á skiptingu valds í þrjá hluta; framkvæmda, löggjafar og dómsvalds (Mun ég kalla þessi þrjú völd stjórnarvöld héðan í frá).  Í flestum löndum þá er beint lýðræði notað með vissu ára millibili og þá eru kosnir fulltrúar sem stýra landinu á milli kosninga.  

Bara svona smá aukapunktur þá má segja að það séu í dag tvær aðrar fylkingar sem hafi vald innan þessa kerfis og það séu fjölmiðlar og lýðurinn.  En í rauninni þá samkvæmt öllum skilgreiningum þá er lýðurinn grunnvaldið, þaðan sem allt annað vald er dregið.  Finnst mér síðan að fjölmiðlavaldið sé eingöngu birtingarform þeirra árekstra sem verða alltaf á milli stjórnarvaldanna þriggja og grunnvaldsins.

Til þess að þetta kerfi virki vel þá þurfa vissir þættir að vera í lagi.  Í fyrsta lagi þá þarf að vera góð og skilvirk skipting á milli stjórnarvaldanna þriggja.  Öðru lagi þá þurfa fulltrúarnir sem skipa þessi þrjú stjórnarvöld að vera hæfir og traustsins verðugir.  Í þriðja lagi þá þarf stjórnarskráin að vera skilvirk, hún þarf að verja réttindi allra, hún þarf að sjá til þess að skipting valds sé til staðar og hún þarf að sjá til þess að grunnvaldið hafi aðgang að stjórnartaumunum án þess þó að það hindri skilvirkni í kerfinu og láti tímabundnar aðstæður ráða ferðinni.

Lokapunktur;  skipting valds er langmikilvægasti þátturinn í nútímalýðræði, því það deilir algjöru valdi til margra aðila og það má aldrei sameina það.  Grunnvald lýðsins er algjört vald og þess vegna verður að deila því með kosnum fulltrúum.

Kveðja Stefán A.

 


Vorkunn

Ég vorkenni Davíð dálítið mikið.  Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér einu sinni.

En í dag er hann annaðhvort gott dæmi um þann skaða sem slæm veikindi hafa á fólk, eða gott dæmi um þá staðreynd að vald spillir og algjört vald spillir algjörlega.  (Á ensku; power corrupts, absolute power corrupts absolutely)

Kv. Stefán A.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíminn

Þetta er náttúrulega snilld hvernig þeir eru að nota nútímatækni til að róa þjóðina og sína það hvernig allir eru saman í þessu erfiða ástandi. 

En ég sá einnig hvernig fulltrúalýðræði getur virkað vel og hafið stjórn á beinu lýðræði.  Kosinn fulltrúi fær mál eins og lögleiðing eiturefna, sem er svaka töff og getur haft miklar vinsældir, en þessi fulltrúi getur litið framhjá tímabundnum vinsældum málsins og litið á efnið í víðari samhengi og sé kosti þess og GALLA og ákveðið eftir því. 

Það myndi ekki gerast ef þjóðin hefði atkvæðisrétt á öllum málefnum því þá yrði bara hugsað um hvað er vinsælast út frá takmörkuðum upplýsingum á hverjum tíma fyrir sig.

Kv. Stefán A.


mbl.is Obama fundar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð burt...

Ég mótmælti ekki, var sammála fólki að vera reitt en ég er alveg á móti Beinu Lýðræði.

Ég tel Davíð ekki vera djöfulinn sjálfan, tel hann hafa gert alveg svakalega mikið gott á sínum pólitíska ferli, en ég tel að lægðirnar hafi verið jafn miklar og hæðirnar hjá honum.

Ég tel að skipting valds á Íslandi er engin, breyta á stjórnskipulagi íslenska ríkisins og eftirlitsstofnana þess, FME, Seðlabankinn, framkvæmdavaldið, löggjafavaldið, og dómsvaldið. 

Það þyrfti einnig að reka næstum hvern einasta fréttamann á Íslandi og láta erlenda fjölmiðla um þetta.

Ég tel að Davíð eigi að víkja, ég eiginlega skil ekki almennilega hvað er í gangi... venjulega þegar yfirmaður manns gefur manni þann valkost að hætta í staðinn fyrir það að vera rekinn þá eigi maður að taka það, svona uppá starfsferilsskrána.  En sumir hafa stolt sem blindar þá og eins og þeir segja, vald spillir og algjört vald spillir algjörlega.

Ég tel að það ætti að takmarka fjölda tímabila sem ráðamenn okkar geta setið, sérstaklega framkvæmdavaldið.

Kv.

Stefán A.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðnæturdómarar

Dagana áður en John Adams, annar forseti Bandaríkjana, kláraði sitt kjörtímabil og Thomas Jefferson tók við þá tilnefndi John Adams, í krafti nýrra laga, fjölmargar dómarastöður. 

Þetta var harðlega gagnrýnt á þeim tíma og er þetta fræga atvik oft nefnt þegar svona síðustu ákvarðanir fráfarandi ráðamanna eru eitthvað umdeildar.

Eins og á þeim tíma þegar Adams gerði þetta þá lyktar þetta dálítið furðulega en ég held að verknaðurinn sé tiltölulega skaðlítill og ef þetta er virkilega gert í einhversskonar fússi eða vantrausti þá finnst mér það mjög fyndið.

Annars þá hef ég afskaplega littla skoðun á þessu, en fannst samt svona skemmtilegt að blogga aðeins um þetta.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Það var ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði: Partur A.

"It has been said that democracy is the worst form of government except all the others that have been tried"  Winston Churchill.

Winston Churchill, einn mesti ræðumaður og snillingur sem ég veit um.  Ég myndi þýða þetta en þá sagði hann það ekki Wink.  

Það er til nokkrar tegundir af lýðræði, allar hafa verið reyndar og sú sem er skást er fulltrúalýðræði.

Fulltrúalýðræði virkar nokkurn veginn svona, þjóð kýs með vissu millibili fulltrúa, ekki of oft en ekki heldur of sjaldan. Þessir fulltrúar kynna sér málefnin og út frá því hvað er best fyrir þjóðina bæði til styttri og lengri tíma, þá ákveða þeir hvað eigi að gera.

Aðrar tegundir lýðræðis eru til dæmis, beint lýðræði, þar sem þjóðin kýs um öll málefni.  Takmörkuð lýðræði eins og lýðræðisleg prinsríki, þar sem fulltrúar eru kosnir af þjóðinni en síðasta ákvörðunartakan er hjá prinsinum(Mörg asíuríki).  Þingræði þar sem þingmenn sitja ævilangt og þurfa bara að fæða og skemmta þjóðinni (Róm to Forna og hugsanleg einhver önnurSmile)  

En í vestrænu lýðræðisríki þá er það beint lýðræði og fulltrúalýðræði sem er notað.

Framhald síðar.

Kveðja,

Stefán A.


Bara ágætur pólitíkus, svona stundum allavega.

Ég er flokksbundinn maður, það mun ef til vill breytast einhvern tímann en er það samt núna.  Ég er ekki flokksbundinn Samfylkingunni, en myndi samt kjósa hana ef ég kysi ekki flokkinn minn. 

Ég hef oft hlustað á Össur tala og er ótrúlega oft sammála honum.  Ég tel það ekki vera rétt að valda stjórnarkreppu, en það má samt spyrja sig hvort að það sé ekki einhver stjórnarkreppa í gangi.

Ég veit ekki hvort að kosningar séu rétta svarið, ég veit heldur ekki hvort að það sé í alvörunni verið að gera eitthvað til að hjálpa þeim sem er bágt staddir.

Ég bara veit ekki svo margt sem er í alvörunni að gerast á bak við tjöldin.  Það er alltaf spurning líka hvað verður að vera á bak við tjöldin og hvað má opinbera og hver það er sem ræður því.

Ég veit aftur á móti eitt að það þarf að gera heilmikið og það þarf að gera það fljótlega, en það má heldur ekki gera það of hratt.  Þetta er það mikilvægt fyrir núverandi og verðandi kynslóðir að það verður að gera það rétt.

Ég held að það megi svipta vissar stofnanir sínum ráðamönnum, ég er aftur á móti ekki viss með kosningar og gildi þeirra.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar

Fjölmiðlar og starfsmenn þeirra á Íslandi, eins og annarsstaðar, bera mikla ábyrgð.  Skoðanir okkar eru að miklu leyti grundvallaðar á þeim upplýsingum sem við fáum í fjölmiðlum.

Ísland er rólegt og friðsamlegt land, þar sem glæpir eru ekki margir og stórir atburðir sjaldgæfir, enda þegar þeir gerast, eins og t.d. jarðskjálftinn við Hveragerði og Selfoss, þá var nákvæmlega ekkert annað í fréttatímunum, ja nema veðrið.

Þess vegna fer fréttamennskan á Ísland oft alveg rosalega í taugarnar á manni.  Það er mjög sjaldan sem fylgt er eftir frétt, maður fær mjög sjaldan báðar hliðarnar á málunum.  Manni finnst það vera mjög algengt að fréttaskot eru einfaldlega skoðanapistlar fréttamanna sjálfa.

Það er bara einfaldlega ekki nógu mikið að gerast á Íslandi til að réttlæta svona fréttamennsku.  Eflaust er spilling og þrýstingur þarna, en ég held oft að það vanti hefð, vilja og kunnáttu til að gera betur.

Kveðja,

Stefán A.

 


Næsta síða »

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband