Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stoltur Íslendingur/Íslendingur í skömm

Það er mjög skrítin frétt sem veldur því að maður getur bæði fyllst stolti og skömm yfir.  Ég sá bæði hvernig friðsamlegar lýðræðisaðgerðir, mótmæli og grasrótarfundir stjórnmálaflokka, geta haft mikil áhrif á ríkjandi völd.  Einnig mótmælendur sem verja lögregluna gegn ofbeldi og standa áfram samt án þess að gefast upp. 

Síðan sá ég brotnar rúður og eyðileggingu á fallegum og fornum byggingum í almenningseigu, og krakkaskríl og vitleysinga ráðast á lögreglu og þá sem vilja ekki ofbeldi. 

Mér fannst það dálítið táknrænt fyrir löggjöfina um að færa sölu áfengis í verslanir að flestir af ofbeldishneigðu mótmælendunum voru að sötra áfengi.  Jájá þetta er tíminn til að gera aðgang að áfengi auðveldari.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söguleg stund í sögu Íslands

Í þriðja sinn í sögu Íslands lendir fólki saman við lögreglu í alvöru baráttu.  Fyrst var það Gúttóslagurinn, 1932, síðan var það mótmælin 1949 gegn inngöngu í Nato, nú er það buddan sem er tóm og fólkið reitt og vill ná þeim sem stálu peningunum. 

Þó svo af þeim myndum sem ég hef sé þá er stór hluti þeirra sem efla þarna til ofbeldis, vandræðagemlingar sem eru ekki þarna af neinni hugsjón annarri en að vera með í ofbeldi og eyðileggingu.  Til þeirra segji ég bara eitt, drullið ykkur heim og skammist ykkar. 

Til þeirra sem virkilega hafa þjáðst eða gera þetta af virkilegri hugsjón og sannfæringu, reynið að skemma sem minnst af almenningseign, og ekki vera vond við lögregluna hún er bara að vinna vinnuna sína.  Munið einnig eitt, ofbeldisfullar byltingar hafa alltaf skilið eftir djúp sár og eyðileggingu sem þjóðir jafna sig seint eða aldrei af.

Kveðja

Stefán A.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband