Söguleg stund í sögu Íslands

Í þriðja sinn í sögu Íslands lendir fólki saman við lögreglu í alvöru baráttu.  Fyrst var það Gúttóslagurinn, 1932, síðan var það mótmælin 1949 gegn inngöngu í Nato, nú er það buddan sem er tóm og fólkið reitt og vill ná þeim sem stálu peningunum. 

Þó svo af þeim myndum sem ég hef sé þá er stór hluti þeirra sem efla þarna til ofbeldis, vandræðagemlingar sem eru ekki þarna af neinni hugsjón annarri en að vera með í ofbeldi og eyðileggingu.  Til þeirra segji ég bara eitt, drullið ykkur heim og skammist ykkar. 

Til þeirra sem virkilega hafa þjáðst eða gera þetta af virkilegri hugsjón og sannfæringu, reynið að skemma sem minnst af almenningseign, og ekki vera vond við lögregluna hún er bara að vinna vinnuna sína.  Munið einnig eitt, ofbeldisfullar byltingar hafa alltaf skilið eftir djúp sár og eyðileggingu sem þjóðir jafna sig seint eða aldrei af.

Kveðja

Stefán A.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að vera sammála einhverju sem skrifað er um þessi skrílslæti. Það er eitt að eiga í vanda, annað að finna lausn á honum. Svo er það eitthvað allt annað að fara með þessum ófriði í miðbænum.

Ragnheiður Jóna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Björn Bjarnason er sami skítabuxinn og lyddan faðir hans var, enda báðir Bilderberg skósveinar og landráðamenn.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 02:50

3 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Takk fyrir Ragnheiður, ég held nefnilega að það gleyma margir því að það þarf að leysa þennan vanda.  Í lýðræðislegu ríki þá þarf ekki ofbeldi til að leysa neinn vanda. 

Mér finnst líka mjög sorglegt að sjá bekkina á Austurvelli brenna, sjálfur hef ég sest þar og það er mjög fínt að hafa þá hreina og í lagi.

Georg minn, ég þekki þá hvoruga persónulega og þetta atvik þarna var í höndum lögreglunar, það vald gaf bæði Björn og samfélagið í heild sinni.  Lögreglan bregst við valdi með valdi.  Vonandi fyrir okkar þjóðfélag er vald lögreglunar rétt notað og það eina vald sem er notað.

Stefán Andri Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Kannski rétt að taka fram að mér finnst sorglegt hvernig málin þróuðust í gær og fordæmi grjótkast að lögreglumönnum sem eru aðeins að vinna vinnuna sína, en vissulega hafa sumir þeirra farið offari og klikkað á því að halda stillingu og sýna yfirvegun við erfiðar aðstæður, margir þeirra vildu örugglega frekar vera á meðal mótmælenda og sýna samstöðu gegn spillingaröflunum. Mótmælendur verða að reyna að koma viti fyrir þá sem kasta grjóti og öðru sem getur valdið líkamstjóni, brotnar rúður og brennda bekki græt ég lítt, smámunir miðað við tjónið sem þjóðinni hefur verið valdið af vanhæfum stjórnmálamönnum og þjófum.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 16:09

5 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Já Georg, ég er sammála nokkurn veginn öllu sem þú segir þarna.  Lögreglan hefur eflaust oft misst sig í öllum þessum aðgerðum, en það má samt ekki gleyma því að þeir eru takmarkaðir að tölu og hafa lítið getað hvílt sig síðan þetta allt byrjaði.  

Lögreglan hefur ekki jafn mikla valkosti og mótmælendur, lögreglan þarf að vinna vinnuna sína á vissan hátt á meðan mótmælendur geta gert sitt eins og þeim sýnist.

Ég græt ekki beint brotnar rúður og bekki, mér finnst þannig eyðilegging bara ónauðsynleg.  

Mér fannst þetta forvitnilegt með Bilderberg samfélagið, en eins og ég segi þá þekki ég hvorki Björn né þekkti faðir hans persónulega.

Stefán Andri Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 17:00

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þekki ekki Björn né þekkti föður hans persónulega, treysti bara engum sem hefur verið kallaður á Bilderberg fundi, það á líka við Geir Hallgrímsson, Davíð Oddson og Jón Sigurðsson...sem ég þekki ekki neitt persónulega heldur nema í gegnum fjölmiðla.

Georg P Sveinbjörnsson, 22.1.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband