Nútíminn

Þetta er náttúrulega snilld hvernig þeir eru að nota nútímatækni til að róa þjóðina og sína það hvernig allir eru saman í þessu erfiða ástandi. 

En ég sá einnig hvernig fulltrúalýðræði getur virkað vel og hafið stjórn á beinu lýðræði.  Kosinn fulltrúi fær mál eins og lögleiðing eiturefna, sem er svaka töff og getur haft miklar vinsældir, en þessi fulltrúi getur litið framhjá tímabundnum vinsældum málsins og litið á efnið í víðari samhengi og sé kosti þess og GALLA og ákveðið eftir því. 

Það myndi ekki gerast ef þjóðin hefði atkvæðisrétt á öllum málefnum því þá yrði bara hugsað um hvað er vinsælast út frá takmörkuðum upplýsingum á hverjum tíma fyrir sig.

Kv. Stefán A.


mbl.is Obama fundar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mikið óskaplega hefurðu litla trú á fólki. Vel upplýst þjóð er mun betur í stakk búin til að taka ákvarðanir um flest almenn mál heldur en einhverjir forystusauðir.

Eðli nútímasamfélags krefst í mjög mörgum tilvikum ákveðinnar sérhæfni sem við leysum með því að fá sérfræðinga til starfa. Hinsvegar er fjöldi mála sem mun betur varið í gæslu almennings, eins og t.d. lögleiðing ákveðinna vímuefna. Það er ekkert unnið með því að setja einhvern bubba yfir slíkar ákvarðanir því kostir t.d. þessa liðar og gallar er eitthvað sem hver og einn metur fyrir sig.

Það er tilgangslaus forræðishyggja. Fullorðið fólk ákveður slíka hluti fyrir sjálft sig og sín börn og þannig á það að vera. Hvað heldurðu að mundi gerast? Heldurðu virkilega að hér mundi vera boðið upp á heróín í neyslupakkningunum í hillunum við hliðina á jarðaberjabúðingnum. Eða ertu hræddur um lögleiðingu marijúana og að ef yfir 50% þjóðarinnar vill að fólk hafi rétt til þess að neyta marijúana eins og sígaretta eða áfengis að það eigi að banna það áfram samt? Eða ertu svo heilaþveginn að halda að útilokað sé að upplýsa fólk almennilega um kosti og galla þessarra efna?

Nú er ég á móti vímuefnum almennt þótt ég reyndar drekki áfengi endrum og eins, en þessi skelfing við lýðræðið er ein sú mesta heimska sem fyrir finnst í dag. Ertu ekkert búinn að læra eftir áratuga óligarkí?

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.3.2009 kl. 01:42

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Því er við að bæta að mér finnst reyndar sennilegt að í kosningu atkvæðisbærra manna (ekki 12 til 17 ára unglinga) að þá mundi maríjúana ekki vera leyft, en ef meirihluti þjóðarinnar ákvæði það, þá væri það bara ágætt.

Ég styð: "Valdið til Fólksins."

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.3.2009 kl. 01:49

3 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Í fyrsta lagi þá er mín trú á fólki bara hæfileg, ekki blind!  Fólk hefur ekki tíma til að kynna sér fjölmarga hluti og allar hliðar á málum, þess vegna treystir það á kjörna fulltrúa til að kynna sér þessa hluti síðan dæmum við gerðir þeirra í kosningum.

Sérfræðingar eru mjög gott mál en þeir eiga þá að aðstoða kjörna pólitíska fulltrúa, mistök ráðamanna kemur oft fram þegar þeir kunna ekki nóg í pólitík og mannlegum samskiptum.

Lögleiðing eiturefna eru margsönnuð vitleysa, vandamál Breta, Dana og Hollendinga eru bara góð dæmi um það.  Það er alveg nógu slæmt að þurfa að berjast gegn áfengisvandamálum og tóbaksvandamálum.

Þó að meirihlutinn vilji eitthvað á einni stundu þá þýðir það ekki að það sé rétt að fylgja meirihlutanum.  Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðið minnsti flokkurinn hefði verið kosið daginn áður en stjórnin sprakk en núna yrði hann næststærstur ef ekki stærstur.  (þetta eru að vísu bara skoðanakannanir) Hvor meirihlutinn hafði þar rétt fyrir sér.  Flestir vildu ESB strax eftir hrun bankanna, í dag vill minnihluti það.  Ég get haldið áfram...

Manneskja getur verið mjög gáfuð, en FÓLK flokkar sér saman í hópa og lætur ráðast af því sem það er hrætt við eða þykir töff.  

Kv. Stefán A.

Stefán Andri Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 02:02

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Stefán, hann virðist beinast að einhverju leyti gegn fíkniefnum þessi pistill þinn og ég vil benda þér á að með þjóðaratkvæði um þetta, þá mundi þjóðin einfaldlega kveða upp úr um hvort þú hafir rétt fyrir þér eða ekki.

Skoðanakannanir merkja ekki neitt sem stendur, í þeim taka ekki allir þátt. Þú tekur dæmi um Evrópusambandið (það spillir fyrir að taka ákveðin dæmi, betra að einbeita sér að kerfinu, en látum það vera) - Ef þjóðin tæki afstöðu með aðild væri hreinlega ekkert við það að athuga. Ef þjóðin tæki svo afstöðu með því að segja sig úr á einhverjum tíma. Stjórnvöld eru ekki með það hlutverk að þröngva skoðunum minnihlutans ofan í kok þjóðarinnar eins og litlir flokkar í ríkisstjórnum komast upp með (t.d. framsókn í 16 ár eða hvað það nú var).

Fegurðin við slíkt sannt lýðræði að ef settar eru leikreglur sem gæta að því að ekki sé hægt að spilla lýðræðinu, þá er þjóðin samheldnari en annars væri mögulegt. Fegurðin er að vera saman í gegnum súrt og sætt en svo það megi blessast þurfa allar raddir að vera jafnháar.

Ég vil benda t.d. á eitt að ef þú ættir að hanna lýðræðislegt samfélag, þá mundirðu aldrei setja flokkskerfi inn í það og setja framkvæmdavaldið - ríkisstjórnina - undir beina yfirmenn/forystumenn þeirra sem sitja á þinginu með meirihluta. Það er afskræming lýðræðisins.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.3.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Rúnar,

í fyrsta lagi þá er ég eingöngu að nota fíkniefni sem dæmi um efni sem sérfróðir menn eiga að fást við og ákveða hvernig á að fara með.

Ég er ekki að tala um lýðriæðiskerfið hér á landi, flokkapólitík hefur bæði sína kosti og galla, og það er ekki góð skipting á milli framkvæmda- og löggjafarvalds á Íslandi, það er ekki upprunalegi punkturinn minn. 

Það sem ég er að segja er að þjóðir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér, meirihlutaval er ekki alltaf besta leiðin til að taka ákvarðanir.  Beint lýðræði virkar þannig að meirihlutinn á hverjum tíma fyrir sig ákveður hvað er best fyrir alla.  Fulltrúalýðræði virkar þannig að meirihlutinn ákveður hverjum það treystir best til að komast að því hvað er best fyrir alla og framkvæma það síðan. 

Gott dæmi væri viðbrögð við hitun jarðar.  (Ýkt dæmi)  Sérfræðingar segja að hitun jarðar er mynduð af verksmiðju sem heitir Sívar.  Það vinna 5 milljónir manna þar.  Það búa 15 milljónir í heiminum.  Gott fulltrúalýðræði (óspillt með gagnsæa stofnanir og góða skiptingu á milli valda) myndi hlusta á sérfræðinga og vinna að áætlun að loka Sívar á sem bestan máta en það veldur samt 2 milljóna atvinnuleysi.  Beint lýðræði myndi kjósa um þetta og 5 milljónir ásamt aðstandendum myndu vinna kosningarnar og Sívar héldi áfram óbreytt í það langan tíma að þúsundir myndu farast áður en þeir neyðast til að loka algjörlega.

Þetta er það sem ég er að reyna að segja, gott fulltrúalýðræði er alltaf betra en gott beint lýðræði. (fyrir utan það að það er ódýrara)

Kv.  Stefán A.

Stefán Andri Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þetta er afleitt dæmi með röngum niðurstöðum. Sannleikurinn er sá að fulltrúarnir eru algerlega ófærir um breytingar af þessu tagi - Sívar er óþarfa dæmi, taktu bara veruleikann. Að umhverfinu steðjar ógn og þeir sem standa í vegi fyrir aðgerðum eru spilltir pólitíkusar sem láta stýrast af áróðri, fjárframlögum, hagsmunatengslum, ógnunum og mútum stórfyrirtækja sem krefjast Status Quo.

Þú afsannaðir úr þér fulltrúalýðræðisstefnuna upp á eigin spýtur.

Það er auðvitað ýmislegt sem krefst sérfræðiþekkingar sem almenningur hefur ekki tíma til að verða sér úti um, eins og t.d. lögfræðiþekkingar, vísindalegrar sérhæfingar og slíks, en þegar spurningin er fyrst og fremst siðferðilegs, hugsjónalegs eða á annan hátt snýr að almennum, umfangsmiklum og þýðingarmiklum hlutum eins og sjálfstæði, umhverfi, auðlindum eða öðru slíku, þá er þjóðinni treystandi mun betur. Þjóðinni á reyndar að vera sú sem ákveður fyrir hverju sér sé treystandi.Það getur ekkert annað en hið besta komið út úr því.Það er fáránlegt að taka þann rétt óafturkræft af henni til fjögurra ára. Þú lætur sem ekkert hafi átt sér stað á Íslandi undanfarið hálft ár, eða a.m.k. svo sem orsakir þess liggi að engu leyti til í forminu. Það er hinsvegar alveg dagljóst að formið er grundvallarástæða alls þess sem úrskeiðis fór. Hefði kerfið verið betur hannað, hefði samfélagið hallast á annan veg. Það liggur í eðli flókinna kerfa að fara þangað sem mótstaðan er minnst og fulltrúalýðræðið á íslandi, sem getur af sér sérgóða flokksmaskínuna gat ekki leitt af sér annað en þessa afskræmingu sem lýðræðið er orðið. Það er nefnilega vitlaust gefið, eins og skáldið sagði.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.4.2009 kl. 03:13

7 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Rúnar,

ég byggði dæmið mitt á nokkrum raunverulegum samræðum sem ég átti við fólk sem átti fjölslyldumeðlimi sem voru að vinna í einni mengunarverstu málningarverksmiðju Bandaríkjana, og eins og ein konan sagði "af hverju á maðurinn minn að missa vinnuna fyrir einhverjar framtíðarkynslóðir" þessi setning sannaði fulltrúalýðæðið í mínum augum.  Málningarverksmiðjunni var lokuð á skipunum einmitt þessara fulltrúa Bandaríkjamanna.

Ég vill enn og aftur taka það fram að ég hef aldrei sagt að fulltrúalýðræðið er gott á Íslandi, það eru margir gallar á þessu kerfi hér á landi, þess vegna bjó ég til dæmi úr mínu hugarheimi. (Byggt samt á raunveruleika.)

Spilltir pólitíkusar voru ekki þeir einu sem eru orsakavaldarnir að heimsins vandamálum.  Spilltir auðjöfrar, hagsmunasamtök hversdagsmannsins (byssuklúbbar í USA, Greenpeace, vinir bílsins, mótorhjólaklúbbar, vísindamenn.), stór fyrirtæki, lítil fyrirtæki, neytendur sem eyða á láni, kjósendur sem kjósa spillta pólitíkusa, starfsfólk stóru fyrirtækjana og bankanna.

Allir þessir hópar eru hluti af hverji þjóð, hver einasta manneskja hefur einhverjum hagsmunum að gæta og það er alveg ótrúlega auðvelt að leiða hóp af fólki og hræða út úr því lífstóruna og láta það kjósa eins og maður vill að það kjósi.  

Auðvitað á fólk að kjósa um sjálfstæði sitt en allir hinir hlutirnir eru alltof stórir og flóknir til að hægt sé að kjósa um það.(umhverfið, auðlindir eða öðru slíku, það er engin einn punktur á neinu af þessu sko.)

Það er alveg rétt að formið á Íslandi er hluti af ástæðunni fyrir ástandinu en það er ekki fulltrúalýðræðið sem er formið, heldur einmitt að það hefur ekki verið farið eftir reglum LÝÐRÆÐIS, skipting valds þá sérstaklega.  Enda "var það vitlaust gefið", það var nefnilega gefið sem konunglegt lýðræði og síðan þegar kóngur hvarf þá myndaðist eyða sem einhver varð að fylla.  Það var engin mótstaða, en þú veist samt hvar mótstaðan átti að vera, hjá "Þjóðinni" en hún gerði ekki neitt síðan að hún hrifsaði völd frá kóngi 1944.  Hversu góð er þá þjóðin að stjórna?  

Svona aðeins til að útskýra síðasta punktinn, því þú átt það til að misskilja mig aðeins, ekki illa meint.  Stjórnarskráinn sem er upprunalega frá 1874, var gefin af kóngi vegna þrýstings frá alþýðunni.  Næstu skref þar sem kóngur tapar sínu valdi og skiptingu valds verður að raunveruleika gerist aldrei hér því þjóðin sinnir ekki skyldum sínum.   Í staðinn stendur stjórnarskráin nokkuð óbreytt til 1944 og þá er aðeins kruflað við henni þar sem sjálfstæði er staðfest en að öðru leyti þá tryggja ráðandi völd sér öll völd og taka sér stöðu kóngs hér á landi.

Kv. Stefán A. 

Stefán Andri Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband