21.1.2009 | 21:20
Sigur
Eins og í öllum viðtölum við stjórnmálaflokkana hér á landi eftir kosningar þá lýsa allir yfir sigri og eru mjög ánægðir með baráttuna og samstöðuna.
Ólíkt þeim viðtölum þá standa þessir leiðtogar yfir líkum samlanda sína og þykjast ekki sjá fórnirnar sem þessi barátta krafðist.
Ég er ekki það barnalegur að halda að ísraelar hafi verið einu glæpamennirinir í þessu átökum bara vegna þess að þeir áttu betri byssur.
En mér finnst þetta samt vera mjög rangt af þessum tveim mönnum Khaled og Barak að tala um sigur í átökum sem þessum.
Sigur gegn hryðjuverkamönnum eins og Hamas næst bara með samningaviðræðum og að loka á alla samúð með þeim. Sigur gegn stóru herveldi eins og Ísrael næst eingöngu með friðsamlegum mótmælum eins og Gandhi notaði gegn Bretum.
Kv.
Stefán A.
Lýsir yfir sigri Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:27 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Arabar lýsa alltaf yfir sigri þrátt fyrir stóran ósigur. Ég var í túrhestabúss í Kaíró í maímánuði sl. þar sem egypska leiðsögukonan útskýrði fyrir okkur að nú værum við á "Victory Lane", sem fékk það nafn eftir að arabar og þar á meðal Egyptar rústuðu Ísraelum í sex daga stríðinu!?! Hmmmm....Jórdaníuher var nánast útrýmt og Ísraelar unnu mikið land og þar á meðal Sínaískagann!? Hmmmmm?? Excuse me!
Maður beit bara í tunguna sína til að halda í sér hlátrinum því rökvillan var alger og til að móðga þessa annars ágætu konu ekki.
Guðmundur Björn, 22.1.2009 kl. 09:24
Já þú segir nokkuð. Það er góð ástæða fyrir því að ísraelsher hefur verið kallaður sá besti í heimi.
Auðvitað í öllum þessum stríðum þá var ósigur Ísraels nokkuð öruggur í byrjun, kannski Arabaþjóðirnar hafi einfaldlega gert ráð fyrir sigri og ekki pælt í neinum öðrum fréttum eftir að stríðið byrjaði.
Stefán Andri Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.