9.2.2009 | 02:16
Davíð burt...
Ég mótmælti ekki, var sammála fólki að vera reitt en ég er alveg á móti Beinu Lýðræði.
Ég tel Davíð ekki vera djöfulinn sjálfan, tel hann hafa gert alveg svakalega mikið gott á sínum pólitíska ferli, en ég tel að lægðirnar hafi verið jafn miklar og hæðirnar hjá honum.
Ég tel að skipting valds á Íslandi er engin, breyta á stjórnskipulagi íslenska ríkisins og eftirlitsstofnana þess, FME, Seðlabankinn, framkvæmdavaldið, löggjafavaldið, og dómsvaldið.
Það þyrfti einnig að reka næstum hvern einasta fréttamann á Íslandi og láta erlenda fjölmiðla um þetta.
Ég tel að Davíð eigi að víkja, ég eiginlega skil ekki almennilega hvað er í gangi... venjulega þegar yfirmaður manns gefur manni þann valkost að hætta í staðinn fyrir það að vera rekinn þá eigi maður að taka það, svona uppá starfsferilsskrána. En sumir hafa stolt sem blindar þá og eins og þeir segja, vald spillir og algjört vald spillir algjörlega.
Ég tel að það ætti að takmarka fjölda tímabila sem ráðamenn okkar geta setið, sérstaklega framkvæmdavaldið.
Kv.
Stefán A.
![]() |
Lýsir miklum vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2009 kl. 01:24 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.