24.1.2009 | 21:47
Lýðræði: Partur A.
"It has been said that democracy is the worst form of government except all the others that have been tried" Winston Churchill.
Winston Churchill, einn mesti ræðumaður og snillingur sem ég veit um. Ég myndi þýða þetta en þá sagði hann það ekki .
Það er til nokkrar tegundir af lýðræði, allar hafa verið reyndar og sú sem er skást er fulltrúalýðræði.
Fulltrúalýðræði virkar nokkurn veginn svona, þjóð kýs með vissu millibili fulltrúa, ekki of oft en ekki heldur of sjaldan. Þessir fulltrúar kynna sér málefnin og út frá því hvað er best fyrir þjóðina bæði til styttri og lengri tíma, þá ákveða þeir hvað eigi að gera.
Aðrar tegundir lýðræðis eru til dæmis, beint lýðræði, þar sem þjóðin kýs um öll málefni. Takmörkuð lýðræði eins og lýðræðisleg prinsríki, þar sem fulltrúar eru kosnir af þjóðinni en síðasta ákvörðunartakan er hjá prinsinum(Mörg asíuríki). Þingræði þar sem þingmenn sitja ævilangt og þurfa bara að fæða og skemmta þjóðinni (Róm to Forna og hugsanleg einhver önnur)
En í vestrænu lýðræðisríki þá er það beint lýðræði og fulltrúalýðræði sem er notað.
Framhald síðar.
Kveðja,
Stefán A.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2009 kl. 01:29 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.