Fjölmiðlar

Fjölmiðlar og starfsmenn þeirra á Íslandi, eins og annarsstaðar, bera mikla ábyrgð.  Skoðanir okkar eru að miklu leyti grundvallaðar á þeim upplýsingum sem við fáum í fjölmiðlum.

Ísland er rólegt og friðsamlegt land, þar sem glæpir eru ekki margir og stórir atburðir sjaldgæfir, enda þegar þeir gerast, eins og t.d. jarðskjálftinn við Hveragerði og Selfoss, þá var nákvæmlega ekkert annað í fréttatímunum, ja nema veðrið.

Þess vegna fer fréttamennskan á Ísland oft alveg rosalega í taugarnar á manni.  Það er mjög sjaldan sem fylgt er eftir frétt, maður fær mjög sjaldan báðar hliðarnar á málunum.  Manni finnst það vera mjög algengt að fréttaskot eru einfaldlega skoðanapistlar fréttamanna sjálfa.

Það er bara einfaldlega ekki nógu mikið að gerast á Íslandi til að réttlæta svona fréttamennsku.  Eflaust er spilling og þrýstingur þarna, en ég held oft að það vanti hefð, vilja og kunnáttu til að gera betur.

Kveðja,

Stefán A.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband