Færsluflokkur: Dægurmál
21.1.2009 | 20:53
Skiljanlegt blog
Ég hef rekist á það mjög oft þegar ég les fréttir að það eru mjög áhugaverður titill á blogginu sem birtist við hlið fréttarinnar, eða ég hef áhuga á því hvað fólki finnst um innihald fréttarinnar.
En síðan fer ég á síðuna og les, eða reyni að lesa blogfærsluna, og ég enda á því að gefast upp á því. Þarna er mjög oft fáránlegur og óskiljanlegur texti, ekki bara illa stafsettur því stundum er stafsetninginn fullkominn, en uppröðunin á orðunum bara þannig að þú þarft að kunna eitthvað annað tungumál til að skilja innihaldið.
Ég finn það sjálfur að þetta er svolítið erfitt og ef maður er ekki vanur að skrifa svona texta þá kemur þetta mjög illa út. Ég vona bara að ég nái fljótt taki á þessu og verði að lokum alltaf skiljanlegur meira að segja þegar mér er heitt í hamsi.
Auðvitað held ég að stundum er rökhugsun þessa fólks bara ekki alveg nógu góð til að geta myndað almennilegar skoðanir og komið þeim síðan í orð þannig að allir skilji. En ég veit ekki.
Kv.
Stefán A.
Dægurmál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 18:34
Fyrsta hugdetta
Jæja, þetta er í síðasta sinn sem ég nota orðið Fyrsta í titlinum. En að þessari hugdettu, þá datt mér í hug að leggja smá línur við það hvað ég ætla að skrifa hérna.
Aðalatriðið er held ég að hafa það sem víðast, ég hef áhuga á fótbolta og mun því tala um hann, ég hef áhuga á bókum og mun því tala um þær, ég hef áhuga á atburðum líðandi stundar og allskyns hitamálum eins og umhverfinu, trú, efnahagurinn og stjórnmál og mun því einnig fjalla um það.
Þannig að það verður eiginlega allt á milli himins og jarðar, en það eru nokkrir hlutir eins og hræsni og lygar og hræðsluáróður sem ég hef mikla óbeit á og mun því ekki standa að þannig orðalagi eða bloggi.
Takk fyrir.
Stefán A.
Dægurmál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 15:34
Fyrsta færsla
Ég hef aldrei áður haldið blog og er ekki viss um að ég muni endast neitt sérstaklega lengi, en það má alltaf prófa þetta.
Þetta eru róstusamir tímar og þar sem ég hef margar og miklar skoðanir á hlutunum þá fannst mér kannski við hæfi að byrja að skrifa þetta blog og fá kannski smá útrás.
Þá get ég einnig bloggað við ýmsar fréttir jæja við sjáum bara til.
Kveðja Stefán Andri
Dægurmál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar