22.10.2009 | 01:24
FALLIÐ
Eftir því sem eignir og verðmæti Landsbanka og Kaupþings koma betur í ljós, þá verða ég að velta einu fyrir mér getur verið að sagan hafi endurtekið sig.
Sameinuðust Bláa höndin og Kolkrabbinn aftur eins og í Hafskipsmálinu, var Davíð að ná fram hefndum á óvini sínum BAUGI og var hann að reyna að lagfæra þau mistök sem hann hélt að hann hefði gert í einkavæðingu bankanna.
Felldi Kolkrabbinn, með hjálp seðlabankastjóra, bankanna. Þá bæði meðvitað og af slysni vegna utanaðkomandi atburða.
Ég sé þetta einhvern veginn svona fyrir mér;
starfsmaður seðlabanka: "Glitni vantar lán eða að sameinast Landsbankanum til að lifa þetta af."
Davíð: Loksins revenge is mine, " nei það þýðir ekki þeir eru og veikir við skulum taka yfir þá sem fyrst"
Atburðir gerast hraðar en Lögfræðingurinn Davíð gat búist við og Landsbankinn tapaði lánalínum sínum.
Davíð: Jæja nú get ég leiðrétt þessa einkavæðingu, ég redda málunum í leiðinni. " Við tökum yfir Landsbankann"
Davíð í viðtali: Nú sýni ég hvað ég er mikill leiðtogi. " Við borgum ekki." Ja nema íslenskum útvegsmönnum og öðrum vinum mínum sem eiga bankareikninga hér á Íslandi haha.
Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing eru gjaldþrota og Ísland hugsanlega með.
Davíð situr við skrifborðið sitt: Úff, sjá hvað þessir bankavitleysingar eru búnir að koma okkur í, ja gott fyrir íslendinga að þeir hafa mig ennþá.
Kv. Stefán A.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.