Lögreglan

Ég valdi Innlent á Mbl og leit hratt yfir þær fréttir sem komu þá upp.  Það sem var mjög áberandi var fjöldi frétta sem snéru að glæpahlið samfélags okkar.  Þetta er auðvitað ekkert óeðlilegt, bæði hefur áhugi mannskepnunar á dekkri hlið samfélagsins ávallt verið mikill en þá er einnig mjög mikilvægt að bera fréttir um hættulega hluti til að þeir sem eru tiltölulega saklausi geti forðast þá.

En það er aftur á móti eitt sem þessi fjöldi glæpa sýnir og það er mikilvægi þess að lögregluliðið sé sterkt.  Það verður að leggja áherslu á það að niðurskurður kreppunar bitni á engan hátt á lögreglunni.  Persónulega þá finnst mér þetta vera sú opinbera stofnun sem á ekkert að skera niður.  Skaðinn sem hlýst af fátækri lögreglu getur orðið alveg svaðalegur.

Ég hef kynnst mjög góðri og sanngjarni þjónustu lögreglunar þegar ég þurfti á þeim að halda þegar smávægis utaníkeyrsla varð og ég boðaði þá á staðinn.  Ég hef einnig kynnst því að hringja í þá þegar hópur af erlendum einstaklingum hótuðu vinnustað mínum og sjálfum mér með ofbeldi, en aldrei kom lögreglan.

Ég vil halda það að neikvæða reynslan mín hafi verið vegna þess einmitt að lögreglan er fámennuð og ekki nógu vel búin til að bregðast ávallt við svona neyðarköllum.  

Allavega þá heimta ég vel mannað, vel þjálfað og vel búið lögreglulið.

Kv. Stefán A.

 


mbl.is Ungir menn á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Er sammála þér,öll þessi innbrot virðast vera kortlögð af glæpamönnunum,

hvað ef einhver hefði verið heima? hann eða hún hefði ekki lifað lengi.

Það er lágmarkskrafa almennings að fá upplýsingar hvaða hverfi verða fyrir barðinu á glæpamönnunum,blöðin eru sofandi,ég tel blaðburðafólk vera ein af

mörgum möguleikum, þess vegna er best að kortleggja hverfin til að upplýsa almenning.

Bernharð Hjaltalín, 9.9.2009 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband