6.5.2009 | 02:30
Dæmigerður leikur fyrir þetta ár.
Þessi leikur var ömurlega lélegur af Arsenal hálfu. Þetta voru menn á móti börnum. Reynsluboltar sem höfðu áhuga á leiknum frá byrjun og vita hvað þarf til að vinna svona keppni.
Wenger er maður sem ég á mjög erfitt með að skilja. Undir hans stjórn þá fer Arsenal frá því að vera "Boring Arsenal" í að vera "Scoring Arsenal". Þeir spila alveg rosalega góðan sóknarbolta og á góðum degi er langskemmtilegast að horfa á Arsenal.
Hann hefur einnig grafið upp rosalega gimsteina eins og Fabregas, Kolo Toure, Walcott, Ljungberg, Pires, Viera, og Henry. Hann vissi einnig hvaða staða hentar Henry best.
En síðan hangir hann á handónýtum mönnum eins og Song, Eboue, og Adebayor og neitar alveg að nota Van Persie sem kantmann eins og hann er hjá Hollendingum og notar alltaf Walcott á kantinum, þrátt fyrir það að hann hefur eiginlega alltaf skorað þegar hann hefur verið settur fram. (Úrslitaleikurinn í Carling bikarnum á móti CHelski er gott dæmi)
Auðvitað erum við líka mjög óheppnir með meiðsli, af hverju getur Song, Eboue, Adebayor og Diaby ekki tekið á sig meiðsli Rosicky, Eduardo og Clichi, ég væri mjög sáttur við að missa þessar fjóra í eilífar meiðsli til að fá hina þrjá til baka og þeir væru aldrei meiddir.
En MUU var bara einfaldlega mikið betra en við, núna vonar maður bara að Barcelona taki Chelski og síðan MUU. En ef MUU og CHelski mætast aftur þá vona ég nú samt að það verði frekar MUU sem vinni. Mjög skammarlegt ef Chelski vinnur á undan okkur Evrópu.
Kv. Stefán A.
![]() |
Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.