Lýðræði: Partur B.

Í parti A. fór ég aðeins yfir útgáfur af lýðræði sem komið hafa fram í gegnum sögu mannsins. 

En í þessum hluta mun ég einblína á þær útgáfur lýðræðis sem eru notaðar í vestrænum ríkjum í dag.  Lýðræði í vestrænum þjóðum í dag er blanda af beinu og fulltrúalýðræði með áherslur á skiptingu valds í þrjá hluta; framkvæmda, löggjafar og dómsvalds (Mun ég kalla þessi þrjú völd stjórnarvöld héðan í frá).  Í flestum löndum þá er beint lýðræði notað með vissu ára millibili og þá eru kosnir fulltrúar sem stýra landinu á milli kosninga.  

Bara svona smá aukapunktur þá má segja að það séu í dag tvær aðrar fylkingar sem hafi vald innan þessa kerfis og það séu fjölmiðlar og lýðurinn.  En í rauninni þá samkvæmt öllum skilgreiningum þá er lýðurinn grunnvaldið, þaðan sem allt annað vald er dregið.  Finnst mér síðan að fjölmiðlavaldið sé eingöngu birtingarform þeirra árekstra sem verða alltaf á milli stjórnarvaldanna þriggja og grunnvaldsins.

Til þess að þetta kerfi virki vel þá þurfa vissir þættir að vera í lagi.  Í fyrsta lagi þá þarf að vera góð og skilvirk skipting á milli stjórnarvaldanna þriggja.  Öðru lagi þá þurfa fulltrúarnir sem skipa þessi þrjú stjórnarvöld að vera hæfir og traustsins verðugir.  Í þriðja lagi þá þarf stjórnarskráin að vera skilvirk, hún þarf að verja réttindi allra, hún þarf að sjá til þess að skipting valds sé til staðar og hún þarf að sjá til þess að grunnvaldið hafi aðgang að stjórnartaumunum án þess þó að það hindri skilvirkni í kerfinu og láti tímabundnar aðstæður ráða ferðinni.

Lokapunktur;  skipting valds er langmikilvægasti þátturinn í nútímalýðræði, því það deilir algjöru valdi til margra aðila og það má aldrei sameina það.  Grunnvald lýðsins er algjört vald og þess vegna verður að deila því með kosnum fulltrúum.

Kveðja Stefán A.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband