21.4.2009 | 23:12
Rosalegur leikur
Þetta var svaðalega skemmtilegur leikur, Arshavin algjör snillingur, er mjög svekktur með varnavinnu minna manna að geta ekki staðið undir þeim mörkum sem Arshavin gerði fyrir liðið.
Ég hef haldið því fram dálítið lengi að MUuu séu með þennan titil í sínum höndum og munu vinna hann. Þá bæði vegna styrkleika liðsins og einfaldlega vegna þess að Ferguson er betri en Benites þegar kemur að deildinni. En við sjáum til við enda tímabilsins.
Núna þurfum við bara að vinna Muuu í Meistaradeildinni :) og síðan taka Barcelona og hefna fyrir 2006 (ég vona að Barcelona vinni Chelski en ég hef ekki mikla trú á því.)
Bara að Song, Diaby, Adebayor og Eboue mundu nú slasast í staðinn fyrir þá sem kunna eitthvað í fótbolta, það væri gaman að sjá flæði liðsins ganga alveg frá A-Ö.
Kv. Stefán A.
![]() |
Benítez: United með undirtökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 6.5.2009 kl. 01:16 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Húsfyllir á öryggisráðstefnu Syndis
- Fór í mál því hún var kölluð andlega veik
- Deildu um uppsögn á barnshafandi konu
- Inga Sæland skipar bara sitt fólk
- Kastaði bollum og diskum á kaffihúsi
- Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum
- Björg Ásta Þórðardóttir nýr framkvæmdastjóri í Valhöll
- Búvörumálið: Hæstiréttur hafnar kröfu samtakanna
Athugasemdir
Rétt hjá þér Stéfán,þetta var bráð skemmtilegur leikur og mínir menn hefðu átt að klára þennan leik,en þvímiður við gerðum bara 4-4 við þína menn,þetta var einn að þeim betri,allavega var mikið fjör hjá mér,konan heldur með Arsenal,(því miður)og ég Liverpool,svo þú rétt getur það hvað það var gaman,en bæði lið sýndu það að þaug eiga heima á toppnum, og þar sem mitt lið datt út úr Meistaradeildinni,þá verð ég að styðja ykkar lið í þeirri deild,en svona er fótboltinn.HA HA HA
Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 23:22
Já takk fyrir stuðninginn, systir mín heldur með Liverpool og vonar einnig að Arsenal vinni frekar en Muu eða Chelski í meistaradeildinni, þannig að þetta virðist vera dálitið algengt hjá Púlerum. Auðvitað þá eiga bæði lið heima á toppnum enda eru alltaf bestu leikirnir á milli toppliðana, það er aldrei leiðinlegir leikir þegar topp 4 liðin mætast.
Kv. Stefán A.
Stefán Andri Gunnarsson, 22.4.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.