1.4.2009 | 01:07
Hvalurinn aftur...
Sagan endurtekur sig ávallt, því menn læra aldrei af henni.
Mig minnir nefnilega rosalega að þegar bannið var sett á hvalveiðar síðast þá var það einmitt þrýstingur frá stórum verslunarkeðjum í Þýskalandi og USA og fleiri stöðum sem varð þess valdandi.
Ég var alltaf með hvalveiðum, í dag þá hef ég í rauninni enga sérstaka skoðun á veiðunum sem slíkum, en ég velti samt fyrir mér hvort að við Íslendingar geti ekki lært af reynslunni. Við erum pínkulítil þjóð með næstum engin PR áhrif (þið afsakið slettuna) þarna úti í þessum stóra heimi.
Ef aðrar þjóðir vilja að við borgum einhverjar skuldir þá endum við á því að borga þær og ef þær vilja að við hættum að veiða hval þá hættum við að veiða hval. Þetta mun halda áfram þannig á meða við erum bara lítil þjóð á miðju ballarhafi. (sjálfstæð þjóð "My Ass" þið afsakið þessa slettu líka)
Kv. Stefán A.
![]() |
Hóta Íslendingum vegna hvalveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:18 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.