Bara ágætur pólitíkus, svona stundum allavega.

Ég er flokksbundinn maður, það mun ef til vill breytast einhvern tímann en er það samt núna.  Ég er ekki flokksbundinn Samfylkingunni, en myndi samt kjósa hana ef ég kysi ekki flokkinn minn. 

Ég hef oft hlustað á Össur tala og er ótrúlega oft sammála honum.  Ég tel það ekki vera rétt að valda stjórnarkreppu, en það má samt spyrja sig hvort að það sé ekki einhver stjórnarkreppa í gangi.

Ég veit ekki hvort að kosningar séu rétta svarið, ég veit heldur ekki hvort að það sé í alvörunni verið að gera eitthvað til að hjálpa þeim sem er bágt staddir.

Ég bara veit ekki svo margt sem er í alvörunni að gerast á bak við tjöldin.  Það er alltaf spurning líka hvað verður að vera á bak við tjöldin og hvað má opinbera og hver það er sem ræður því.

Ég veit aftur á móti eitt að það þarf að gera heilmikið og það þarf að gera það fljótlega, en það má heldur ekki gera það of hratt.  Þetta er það mikilvægt fyrir núverandi og verðandi kynslóðir að það verður að gera það rétt.

Ég held að það megi svipta vissar stofnanir sínum ráðamönnum, ég er aftur á móti ekki viss með kosningar og gildi þeirra.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

segðu þig úr flokknum og hugsaðu sjálfstætt.

Haraldur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: Stefán Andri Gunnarsson

Afsakaðu Haraldur, af öllum þessum doðranti sem ég skrifaði þarna þá greipstu það að ég væri flokksbundinn, skrítið finnst mér. 

En þú þekkir mig ekki neitt og ég get alveg sagt þér það að ég hugsa mjög sjálfstætt og hugsaði það bæði þegar ég skráði mig og áður en skráði mig. 

Ólíkt öðrum þá stenst ég hópþrýsting mjög vel, hef til dæmis aldrei drukkið á ævinni og hef mjög sterkar skoðanir á mörgum hlutum.  En ég er einnig mjög raunsær og veit hvað er hægt að gera hvernig er best að gera það.  Á þeim tímapunkti hentaði það mig vel að skrá mig og hef ég getað notað það á ýmsan máta.

Kveðja,

Stefán A.

Stefán Andri Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband