Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
1.4.2009 | 01:07
Hvalurinn aftur...
Sagan endurtekur sig ávallt, því menn læra aldrei af henni.
Mig minnir nefnilega rosalega að þegar bannið var sett á hvalveiðar síðast þá var það einmitt þrýstingur frá stórum verslunarkeðjum í Þýskalandi og USA og fleiri stöðum sem varð þess valdandi.
Ég var alltaf með hvalveiðum, í dag þá hef ég í rauninni enga sérstaka skoðun á veiðunum sem slíkum, en ég velti samt fyrir mér hvort að við Íslendingar geti ekki lært af reynslunni. Við erum pínkulítil þjóð með næstum engin PR áhrif (þið afsakið slettuna) þarna úti í þessum stóra heimi.
Ef aðrar þjóðir vilja að við borgum einhverjar skuldir þá endum við á því að borga þær og ef þær vilja að við hættum að veiða hval þá hættum við að veiða hval. Þetta mun halda áfram þannig á meða við erum bara lítil þjóð á miðju ballarhafi. (sjálfstæð þjóð "My Ass" þið afsakið þessa slettu líka)
Kv. Stefán A.
Hóta Íslendingum vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 22:00
Niður með Gordon Brown
Ég vona svo hjartanlega að þessar skoðanakannanir sem bentu til mikils fylgis á bak við Gordon Brown hafi verið mjög rangar og að mikil mótmæli í kjölfar versnandi efnahagsástands.
(Við skulum samt vona að þeir fari ekki alveg sömu leið og við, því árið 2000 þá var Bretland með 5% af heildarverslun heimsins, það væri dálítið slæmt fyrir alla ef það fer á hausinn.)
Með von um fall Gordons Browns mjög flótlega kveðjur til vina okkar í Bretlandi...
Kveðja,
Stefán A.
Íslensk mótmæli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 21:20
Sigur
Eins og í öllum viðtölum við stjórnmálaflokkana hér á landi eftir kosningar þá lýsa allir yfir sigri og eru mjög ánægðir með baráttuna og samstöðuna.
Ólíkt þeim viðtölum þá standa þessir leiðtogar yfir líkum samlanda sína og þykjast ekki sjá fórnirnar sem þessi barátta krafðist.
Ég er ekki það barnalegur að halda að ísraelar hafi verið einu glæpamennirinir í þessu átökum bara vegna þess að þeir áttu betri byssur.
En mér finnst þetta samt vera mjög rangt af þessum tveim mönnum Khaled og Barak að tala um sigur í átökum sem þessum.
Sigur gegn hryðjuverkamönnum eins og Hamas næst bara með samningaviðræðum og að loka á alla samúð með þeim. Sigur gegn stóru herveldi eins og Ísrael næst eingöngu með friðsamlegum mótmælum eins og Gandhi notaði gegn Bretum.
Kv.
Stefán A.
Lýsir yfir sigri Hamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.5.2009 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar