Færsluflokkur: Evrópumál

Frekar fyndið

Mér finnst þessi frétt og þessi ræða Bjarna frekar fyndin. 

Í fyrsta lagi þá las ég pistil eftir Bjarna Ben, rétt fyrir formannskosningarnar þar sem hann sagði einfaldlega að besta lausnin í gjaldeyrismálum þjóðarinnar væri að fá evru og eina leiðin væri ESB aðild til þess.  Einnig virtist hann finna aðra kosti við aðild. Allavega þá var hann hlynntur aðildarviðræðum.

Síðan vinnur hann kosningarnar og hans afstaða breyttist frekar snarlega og ESB aðild ekki sniðug lengur.  Flokkurinn er þó allavega búin að átta sig á því að Evran sé í rauninni eina lausnin í gjaldeyrismálum. 

Þeir koma með þá lausn að fá evruna eiginlega einhliða með aðstoð IMF og leyfi frá ESB.  Þessi niðurstaða þeirra kom um helgina og síðan svarar sendiherra ESB því að þetta sé ekki möguleiki.

Sendiherrann er einhvern veginn þá að blanda sér í kosningabaráttuna.  Jú þetta er ekki hagstætt fyrir flokkinn að fá þetta svar rétt fyrir kosningarnar en þessi lausn var aldrei lausn, þetta er sama svar og ESB hefur alltaf sagt okkur.  Það vissu allir að þessi lausn flokksins væri í rauninni bara málþóf hjá þeim sem hafa völdin hjá flokknum.

Hugsið ykkur þess umræða er jafn gáfuleg og umræðan um tilveru guðs, þetta eru allt getgátur, við vitum ekkert fyrr en við semjum.

Drífum bara í því við fyrst tækifæri, ef þeir gefa okkur ekki góðan samning sem við getum sætt okkur við þá verðum við bara að reyna redda okkur einhvern veginn öðruvísi, þó ég sjái í rauninni ekki neina raunhæfa lausn.

Smá út úr dúr þarna í endann en mér finnst þetta allt dálítið fyndið.  Gáfað fólk að haga sér bjánalega.

Kv. Stefán A. 


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Þetta er bara þvæla, hvort sem að við erum á móti aðild eða ekki, þá er ekki hægt að taka afstöðu með þeim hætti að hægt sé að benda á staðreyndir sem beinast sérstaklega að Íslandi án þess að fá samning fyrst. 

Að kjósa fyrst um viðræður er bara þvæla til að koma í veg fyrir viðræður vegna þess að fólk lætur stjórna sér af hræðsluáróði þegar það hefur engar staðreyndir í hendi og þessar staðreyndir koma eingöngu með aðildarviðræðum.

Kv.  Stefán A.


mbl.is Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og Ísland

Ísland er lítið land með rétt yfir 300.000 íbúa, hrjóstugt og frekar í kaldari kantinum.  Án nútímatækni og hugsun þá væri erfitt að ala hér fleiri en 50.000 manns.  

Með nútímatækni þá hefur Ísland orðið hluti af hinum stóra heimi og allt sem gerist í heiminum endurspeglast hér á landi og allt sem gerist á Íslandi hefur áhrif á heiminn.  Ný yfirstaðið bankahrun og kreppa ætti að sýna fram á það.

Þegar umræðan um ESB byrjar þá skiptast menn yfirleitt í tvo hópa með og á móti aðild.  Af bæði persónulegum ástæðum og einnig eftir að hafa kynnt mér þetta efni talsvert vel þá er ég mjög hlynntur aðild.

Inngangur minn og ástæða mín fyrir að velja þessa grein til að blogga um þetta efni er nefnilega sá, helsta ástæða flestra andstæðinga aðildar er einhver óljós hugsun um tap á fullveldi og sjálfstæði.

Fyrsta lagi, já við munum afselja okkur visst fullveldi þegar við göngum í þetta samband en málið er að við gerðum það líka þegar við gengum í Nato, UN og allar aðrar alþjóðlegar stofnanir.  Bara að ólíku leyti og magni. 

En málið er að allar þjóðir ESB eru að reyna að ná sínu sjálfstæði til baka með því að sameinast á þennan máta.  Alþjóðavæðinginn og uppgangur alþjóðlegra fyrirtækja hefur endurskapað miðaldarátökin sem norðurlandaþjóðirnar háðu við Hansasambandið og sameinuðust þær einmitt til þess. 

Kv. Stefán A.

 


mbl.is Vilja innleiða matvælalöggjöf ESB hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband