Ótrúleg heppni alltaf :(

Í fyrsta lagi þá er Gibbs ekki markvörður, heldur bakvörður hjá Arsenal. 

En þetta er alveg ótrúlegt hvað Arsenal er alltaf óheppið með meiðsli.

Van Persie meiddur fram að jólum og núna bætist Gibbs við.

Maður getur alveg orðið brjálaður.

Kv. Stefán A.


mbl.is Arsenal bíður frétta af meiðslum Gibbs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FALLIÐ

Eftir því sem eignir og verðmæti Landsbanka og Kaupþings koma betur í ljós, þá verða ég að velta einu fyrir mér getur verið að sagan hafi endurtekið sig.

Sameinuðust Bláa höndin og Kolkrabbinn aftur eins og í Hafskipsmálinu, var Davíð að ná fram hefndum á óvini sínum BAUGI og var hann að reyna að lagfæra þau mistök sem hann hélt  að hann hefði gert í einkavæðingu bankanna.

Felldi Kolkrabbinn, með hjálp seðlabankastjóra, bankanna.  Þá bæði meðvitað og af slysni vegna utanaðkomandi atburða.

Ég sé þetta einhvern veginn svona fyrir mér;

starfsmaður seðlabanka:  "Glitni vantar lán eða að sameinast Landsbankanum til að lifa þetta af." 

Davíð: Loksins revenge is mine, " nei það þýðir ekki þeir eru og veikir við skulum taka yfir þá sem fyrst"

Atburðir gerast hraðar en Lögfræðingurinn Davíð gat búist við og Landsbankinn tapaði lánalínum sínum.

Davíð: Jæja nú get ég leiðrétt þessa einkavæðingu, ég redda málunum í leiðinni. " Við tökum yfir Landsbankann"

Davíð í viðtali:  Nú sýni ég hvað ég er mikill leiðtogi.   " Við borgum ekki." Ja nema íslenskum útvegsmönnum og öðrum vinum mínum sem eiga bankareikninga hér á Íslandi haha.

Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing eru gjaldþrota og Ísland hugsanlega með.  

Davíð situr við skrifborðið sitt:  Úff, sjá hvað þessir bankavitleysingar eru búnir að koma okkur í, ja gott fyrir íslendinga að þeir hafa mig ennþá.

Kv. Stefán A.


Meiðsli og aftur meiðsli...

Ég vildi virkilega óska þess að Arsenal gæti einu sinni spilað heilan mánuð, ég tala nú ekki um heilt tímabil án þess að meiðsli tæmi liðið af öllum sínum mönnum.

Rosicky, Walcott, Clichy, Diaby, og Van Persie eru strákar sem eru alltaf að slasast.  Núna eru Nasri, Arshavin og Fabregas að bætast í þeirra hóp.  

 Hvað ég vona að við fáum sem flesta af þessum heilum aftur sem fyrst og sem lengst, síðan ef hann myndi loksins kaupa nýjan markvörð þá yrði deildin verulega að passa sig.

Kv. Stefán A.

 


mbl.is Walcott líka í hópinn hjá Arsenal?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Ég valdi Innlent á Mbl og leit hratt yfir þær fréttir sem komu þá upp.  Það sem var mjög áberandi var fjöldi frétta sem snéru að glæpahlið samfélags okkar.  Þetta er auðvitað ekkert óeðlilegt, bæði hefur áhugi mannskepnunar á dekkri hlið samfélagsins ávallt verið mikill en þá er einnig mjög mikilvægt að bera fréttir um hættulega hluti til að þeir sem eru tiltölulega saklausi geti forðast þá.

En það er aftur á móti eitt sem þessi fjöldi glæpa sýnir og það er mikilvægi þess að lögregluliðið sé sterkt.  Það verður að leggja áherslu á það að niðurskurður kreppunar bitni á engan hátt á lögreglunni.  Persónulega þá finnst mér þetta vera sú opinbera stofnun sem á ekkert að skera niður.  Skaðinn sem hlýst af fátækri lögreglu getur orðið alveg svaðalegur.

Ég hef kynnst mjög góðri og sanngjarni þjónustu lögreglunar þegar ég þurfti á þeim að halda þegar smávægis utaníkeyrsla varð og ég boðaði þá á staðinn.  Ég hef einnig kynnst því að hringja í þá þegar hópur af erlendum einstaklingum hótuðu vinnustað mínum og sjálfum mér með ofbeldi, en aldrei kom lögreglan.

Ég vil halda það að neikvæða reynslan mín hafi verið vegna þess einmitt að lögreglan er fámennuð og ekki nógu vel búin til að bregðast ávallt við svona neyðarköllum.  

Allavega þá heimta ég vel mannað, vel þjálfað og vel búið lögreglulið.

Kv. Stefán A.

 


mbl.is Ungir menn á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerður leikur fyrir þetta ár.

Þessi leikur var ömurlega lélegur af Arsenal hálfu.  Þetta voru menn á móti börnum.  Reynsluboltar sem höfðu áhuga á leiknum frá byrjun og vita hvað þarf til að vinna svona keppni. 

Wenger er maður sem ég á mjög erfitt með að skilja.  Undir hans stjórn þá fer Arsenal frá því að vera "Boring Arsenal" í að vera "Scoring Arsenal".  Þeir spila alveg rosalega góðan sóknarbolta og á góðum degi er langskemmtilegast að horfa á Arsenal.

Hann hefur einnig grafið upp rosalega gimsteina eins og Fabregas, Kolo Toure, Walcott, Ljungberg, Pires, Viera, og Henry.  Hann vissi einnig hvaða staða hentar Henry best.

En síðan hangir hann á handónýtum mönnum eins og Song, Eboue, og Adebayor og neitar alveg að nota Van Persie sem kantmann eins og hann er hjá Hollendingum og notar alltaf Walcott á kantinum, þrátt fyrir það að hann hefur eiginlega alltaf skorað þegar hann hefur verið settur fram. (Úrslitaleikurinn í Carling bikarnum á móti CHelski er gott dæmi)

Auðvitað erum við líka mjög óheppnir með meiðsli, af hverju getur Song, Eboue, Adebayor og Diaby ekki tekið á sig meiðsli Rosicky, Eduardo og Clichi, ég væri mjög sáttur við að missa þessar fjóra í eilífar meiðsli til að fá hina þrjá til baka og þeir væru aldrei meiddir.

En MUU var bara einfaldlega mikið betra en við, núna vonar maður bara að Barcelona taki Chelski og síðan MUU.  En ef MUU og CHelski mætast aftur þá vona ég nú samt að það verði frekar MUU sem vinni.  Mjög skammarlegt ef Chelski vinnur á undan okkur Evrópu.

Kv. Stefán A.


mbl.is Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði: Partur B.

Í parti A. fór ég aðeins yfir útgáfur af lýðræði sem komið hafa fram í gegnum sögu mannsins. 

En í þessum hluta mun ég einblína á þær útgáfur lýðræðis sem eru notaðar í vestrænum ríkjum í dag.  Lýðræði í vestrænum þjóðum í dag er blanda af beinu og fulltrúalýðræði með áherslur á skiptingu valds í þrjá hluta; framkvæmda, löggjafar og dómsvalds (Mun ég kalla þessi þrjú völd stjórnarvöld héðan í frá).  Í flestum löndum þá er beint lýðræði notað með vissu ára millibili og þá eru kosnir fulltrúar sem stýra landinu á milli kosninga.  

Bara svona smá aukapunktur þá má segja að það séu í dag tvær aðrar fylkingar sem hafi vald innan þessa kerfis og það séu fjölmiðlar og lýðurinn.  En í rauninni þá samkvæmt öllum skilgreiningum þá er lýðurinn grunnvaldið, þaðan sem allt annað vald er dregið.  Finnst mér síðan að fjölmiðlavaldið sé eingöngu birtingarform þeirra árekstra sem verða alltaf á milli stjórnarvaldanna þriggja og grunnvaldsins.

Til þess að þetta kerfi virki vel þá þurfa vissir þættir að vera í lagi.  Í fyrsta lagi þá þarf að vera góð og skilvirk skipting á milli stjórnarvaldanna þriggja.  Öðru lagi þá þurfa fulltrúarnir sem skipa þessi þrjú stjórnarvöld að vera hæfir og traustsins verðugir.  Í þriðja lagi þá þarf stjórnarskráin að vera skilvirk, hún þarf að verja réttindi allra, hún þarf að sjá til þess að skipting valds sé til staðar og hún þarf að sjá til þess að grunnvaldið hafi aðgang að stjórnartaumunum án þess þó að það hindri skilvirkni í kerfinu og láti tímabundnar aðstæður ráða ferðinni.

Lokapunktur;  skipting valds er langmikilvægasti þátturinn í nútímalýðræði, því það deilir algjöru valdi til margra aðila og það má aldrei sameina það.  Grunnvald lýðsins er algjört vald og þess vegna verður að deila því með kosnum fulltrúum.

Kveðja Stefán A.

 


Rosalegur leikur

Þetta var svaðalega skemmtilegur leikur, Arshavin algjör snillingur, er mjög svekktur með varnavinnu minna manna að geta ekki staðið undir þeim mörkum sem Arshavin gerði fyrir liðið.

Ég hef haldið því fram dálítið lengi að MUuu séu með þennan titil í sínum höndum og munu vinna hann.  Þá bæði vegna styrkleika liðsins og einfaldlega vegna þess að Ferguson er betri en Benites þegar kemur að deildinni.  En við sjáum til við enda tímabilsins.

Núna þurfum við bara að vinna Muuu í Meistaradeildinni :) og síðan taka Barcelona og hefna fyrir 2006 (ég vona að Barcelona  vinni Chelski en ég hef ekki mikla trú á því.)

Bara að Song, Diaby, Adebayor og Eboue mundu nú slasast í staðinn fyrir þá sem kunna eitthvað í fótbolta, það væri gaman að sjá flæði liðsins ganga alveg frá A-Ö.

Kv. Stefán A.


mbl.is Benítez: United með undirtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar fyndið

Mér finnst þessi frétt og þessi ræða Bjarna frekar fyndin. 

Í fyrsta lagi þá las ég pistil eftir Bjarna Ben, rétt fyrir formannskosningarnar þar sem hann sagði einfaldlega að besta lausnin í gjaldeyrismálum þjóðarinnar væri að fá evru og eina leiðin væri ESB aðild til þess.  Einnig virtist hann finna aðra kosti við aðild. Allavega þá var hann hlynntur aðildarviðræðum.

Síðan vinnur hann kosningarnar og hans afstaða breyttist frekar snarlega og ESB aðild ekki sniðug lengur.  Flokkurinn er þó allavega búin að átta sig á því að Evran sé í rauninni eina lausnin í gjaldeyrismálum. 

Þeir koma með þá lausn að fá evruna eiginlega einhliða með aðstoð IMF og leyfi frá ESB.  Þessi niðurstaða þeirra kom um helgina og síðan svarar sendiherra ESB því að þetta sé ekki möguleiki.

Sendiherrann er einhvern veginn þá að blanda sér í kosningabaráttuna.  Jú þetta er ekki hagstætt fyrir flokkinn að fá þetta svar rétt fyrir kosningarnar en þessi lausn var aldrei lausn, þetta er sama svar og ESB hefur alltaf sagt okkur.  Það vissu allir að þessi lausn flokksins væri í rauninni bara málþóf hjá þeim sem hafa völdin hjá flokknum.

Hugsið ykkur þess umræða er jafn gáfuleg og umræðan um tilveru guðs, þetta eru allt getgátur, við vitum ekkert fyrr en við semjum.

Drífum bara í því við fyrst tækifæri, ef þeir gefa okkur ekki góðan samning sem við getum sætt okkur við þá verðum við bara að reyna redda okkur einhvern veginn öðruvísi, þó ég sjái í rauninni ekki neina raunhæfa lausn.

Smá út úr dúr þarna í endann en mér finnst þetta allt dálítið fyndið.  Gáfað fólk að haga sér bjánalega.

Kv. Stefán A. 


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur

Þessi frétt hryggir mig mjög, ég vona svo sannarlega að heimurinn muni fá að njóta hans gáfna og gæsku í mörg ár til viðbótar. 

Maður sem hefur skrifað nokkrar bækur sem ég hef lesið og finnst alveg afskapleg flott þessi tilraun hans að reyna útskýra fyrir okkur almúganum helstu fræði fremstu vísindamanna okkar mannana.

nafni, með von um skjótan bata, þá óska ég þér alls góða.

Kv. Stefán A.


mbl.is Snillingurinn í hjólastólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalurinn aftur...

Sagan endurtekur sig ávallt, því menn læra aldrei af henni.

Mig minnir nefnilega rosalega að þegar bannið var sett á hvalveiðar síðast þá var það einmitt þrýstingur frá stórum verslunarkeðjum í Þýskalandi og USA og fleiri stöðum sem varð þess valdandi.

Ég var alltaf með hvalveiðum, í dag þá hef ég í rauninni enga sérstaka skoðun á veiðunum sem slíkum, en ég velti samt fyrir mér hvort að við Íslendingar geti ekki lært af reynslunni.  Við erum pínkulítil þjóð með næstum engin PR áhrif (þið afsakið slettuna) þarna úti í þessum stóra heimi.

Ef aðrar þjóðir vilja að við borgum einhverjar skuldir þá endum við á því að borga þær og ef þær vilja að við hættum að veiða hval þá hættum við að veiða hval.  Þetta mun halda áfram þannig á meða við erum bara lítil þjóð á miðju ballarhafi. (sjálfstæð þjóð "My Ass" þið afsakið þessa slettu líka)

Kv. Stefán A.


mbl.is Hóta Íslendingum vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband