Færsluflokkur: Enski boltinn

Dæmigerður leikur fyrir þetta ár.

Þessi leikur var ömurlega lélegur af Arsenal hálfu.  Þetta voru menn á móti börnum.  Reynsluboltar sem höfðu áhuga á leiknum frá byrjun og vita hvað þarf til að vinna svona keppni. 

Wenger er maður sem ég á mjög erfitt með að skilja.  Undir hans stjórn þá fer Arsenal frá því að vera "Boring Arsenal" í að vera "Scoring Arsenal".  Þeir spila alveg rosalega góðan sóknarbolta og á góðum degi er langskemmtilegast að horfa á Arsenal.

Hann hefur einnig grafið upp rosalega gimsteina eins og Fabregas, Kolo Toure, Walcott, Ljungberg, Pires, Viera, og Henry.  Hann vissi einnig hvaða staða hentar Henry best.

En síðan hangir hann á handónýtum mönnum eins og Song, Eboue, og Adebayor og neitar alveg að nota Van Persie sem kantmann eins og hann er hjá Hollendingum og notar alltaf Walcott á kantinum, þrátt fyrir það að hann hefur eiginlega alltaf skorað þegar hann hefur verið settur fram. (Úrslitaleikurinn í Carling bikarnum á móti CHelski er gott dæmi)

Auðvitað erum við líka mjög óheppnir með meiðsli, af hverju getur Song, Eboue, Adebayor og Diaby ekki tekið á sig meiðsli Rosicky, Eduardo og Clichi, ég væri mjög sáttur við að missa þessar fjóra í eilífar meiðsli til að fá hina þrjá til baka og þeir væru aldrei meiddir.

En MUU var bara einfaldlega mikið betra en við, núna vonar maður bara að Barcelona taki Chelski og síðan MUU.  En ef MUU og CHelski mætast aftur þá vona ég nú samt að það verði frekar MUU sem vinni.  Mjög skammarlegt ef Chelski vinnur á undan okkur Evrópu.

Kv. Stefán A.


mbl.is Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosalegur leikur

Þetta var svaðalega skemmtilegur leikur, Arshavin algjör snillingur, er mjög svekktur með varnavinnu minna manna að geta ekki staðið undir þeim mörkum sem Arshavin gerði fyrir liðið.

Ég hef haldið því fram dálítið lengi að MUuu séu með þennan titil í sínum höndum og munu vinna hann.  Þá bæði vegna styrkleika liðsins og einfaldlega vegna þess að Ferguson er betri en Benites þegar kemur að deildinni.  En við sjáum til við enda tímabilsins.

Núna þurfum við bara að vinna Muuu í Meistaradeildinni :) og síðan taka Barcelona og hefna fyrir 2006 (ég vona að Barcelona  vinni Chelski en ég hef ekki mikla trú á því.)

Bara að Song, Diaby, Adebayor og Eboue mundu nú slasast í staðinn fyrir þá sem kunna eitthvað í fótbolta, það væri gaman að sjá flæði liðsins ganga alveg frá A-Ö.

Kv. Stefán A.


mbl.is Benítez: United með undirtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama gamla Arsenal.

Loksins sá ég eiginlega í fyrsta sinn í vetur glitta í gamla góða Arsenal.

Enginn Adebayor, engin Eboue og enginn Diaby og þar með eini veiki hlekkurinn var Song inná miðjunni.

Vela og Eduardo sterkir og komu mikið aftur, Bendner stóð sig bara vel og Nasri var að njóta sín.

Sagna var góður að vanda.

Loksins, loksins, vonandi kemur Ebou, Diaby og Adebayor bara ekkert aftur í liðið og við förum bara að fá Fab og Walcott til baka og vonandi smellur Arshavin inní þetta lið.

 

Kveðja Stefán A.

 

 


mbl.is Wenger: Eduardo efaðist aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal

Ég sá ekki allann leikinn, en ég sá ekkert sérstaklega eftir því.  Hvernig fórum við eiginlega að því að vinna MU og Chelsea, ég bara spyr.

Ég virkilega þoli ekki Ebúúúú-e, Song er latasti maður Englands og Arsenal er orðið leiðinlegt lið.  Einu góðu fréttirnar eru þær að vonandi fer Ebú í bann og slasar sig á æfingu og Adebayor verður meiddur út tímabilið. 

Síðan vonandi kemur Eduardo inná í staðinn fyrir Ade og Arshavin í staðinn fyrir Ebú.  Þá vonandi förum við að líkjast úrvalsdeildarliði aftur.

Kveðja,

Stefán A.


mbl.is Tíu Arsenalmenn héldu jöfnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal

"Van Persie kom Arsenal til bjargar", þessi setning er ekki alveg rétt, þetta jafntefli jafngildir í rauninni tapi.  Í staðinn fyrir að Arsenal tapaði bara þá tapaði bara bæði liðin.

Ég er orðin alveg svakalega þreyttur á liðinu í ár, ég er hættur að bölva og vera fúll þegar illa gengur.  Núna verð ég bara alltaf meira og meira þunglyndur.

Ég þoli ekki Eboue, Song og Diaby á miðjunni.  Ég þoli ekki að við sem eitt af liðunum sem eigum að vera í topp fjórum höfum ekki betri markvörð en Almunia.  Ég þoli ekki hvað Adebayor er lélegur.  Ég þoli einnig ekki hvað okkur vantar almennilegan fyriliða og samhæfingu í vörnina.  

Þessi leikur í kvöld var leiðinlegur og það er orðið alltof algengt þessa dagana.  Á síðasta ári þá voru tvö lið sem skemmtilegt var að horfa á, MU og Arsenal, núna er því miður bara eitt og það er ekki Arsenal.  MU munu taka titilinn í ár og eru þar með búnir að ná Liverpool í deildarbikurum.  Ég vona bara að Wenger kaupi Arshavin og einn varnasinnaðan mann áður en janúarglugginn lokar og síðan tökum við Meistaradeildina.

 Kveðja,

Stefán A. 


mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjuvandamál Arsenal

Ég er harður stuðningsmaður Arsenal og mun halda áfram að vera það.  En þetta ár er ekki búið að standa undir þeim væntingum sem ég hef til Arsenal. 

Miðjan, með brottför Hleb, Flamini og Gilberto, er mjög undirmönnuð.  Að vísu þá tel ég að Nasri sé betri en Hleb, en það hefur engin komið sem leysir Flamini og Gilberto af velli og þar tel ég að Arshavin sé ekki réttur maður. 

En hann er samt, held ég allavega, kannski nógu góður til að við skorum fleiri mörk en við fáum á okkur.

Ég hef ekkert á móti því að fá hann, yrði bara nokkuð sáttur, en ég yrði samt ánægðari að fá einhvern harðann varnarsinnaðan miðjumann.

Takk fyrir,

Stefán A.


mbl.is Arshavin gæti þurft að kaupa upp samning sinn við Zenit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Stefán Andri Gunnarsson
Stefán Andri Gunnarsson
Er nemandi við Háskóla Íslands, og birti hér sumar af mínum skoðunum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband